Innan nokkurra mínútna hafði bloggarinn eytt færslunni minni og sagt mig kjána á launum frá Valhöll við að dreifa skítabombum um bloggheima, þar sem sannleikurinn um Sjálfstæðisflokkinn kæmi fram. Ef ég reyni að setja færsluna mína aftur inn fæ ég athugasemd um að ekki sé leyfilegt að skrifa athugasemd á þetta blogg úr þessari tölvu.
Athugasemdin sem ég gerði við bloggfærslu þessa manns leit svona út (og dæmi nú hver fyrir sig um réttmæti og ástæður eyðingar hennar):
Þetta er ómálefnaleg bloggfærsla, kæri bókmenntafræðingur.
Þú talar um heiladauð kvikindi og ætlast líklega til að lesandinn skilji það sem þá, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindni. Með gagnályktun frá þínum skrifum er hægt að lesa að þú teljir engan viti borinn og þenkjandi mann munu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að hann beitir öllum ráðum til að hindra að frumvarp til stjórnskipunarlaga nái fram að ganga.
En nú skulum við setja hlutina í samhengi og færa okkur yfir á málefnalega hlið, sem þú ert e.t.v. óvanur. Hvað munu fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar hafa í för með sér? Telur þú þig geta svarað því?
Ef svo er þá þykistu vita eitthvað sem þú veist ekki - því enginn veit hvað þær hafa í för með sér. M.ö.o. mun skapast réttaróvissa. Núgildandi lög hafa stoð í núgildandi stjórnarskrá og hafa mótast og þróast með rót í henni. Dómstólar hafa í áratuganna rás mótað efni hennar og annarra laga með hliðsjón af henni. Að stjórnarskrá sé gömul er ekki galli heldur kostur - því eldri og rótgrónari stjórnarskrá, þeim mun meira réttaröryggi. Sú réttaróvissa sem skapaðist með tilkomu nýrrar stjórnarskrár er ekki það sem við þurfum á að halda í þessu efnahagslega fárviðri sem ríður yfir.
Ástæða þessa stjórnskipunarlagafrumvarps er efnahagskreppa - hrun fjármálakerfisins - bankakreppa. EKKI stjórnskipunarkreppa. Þetta ber að hafa hugfast. Það var ekki stjórnskipunin sem klikkaði, heldur efnahagsmálin. Þetta er ekki sami hluturinn, eins og margir virðast halda. Ef þú heldur því fram að efnahagshrunið sé gallaðri stjórnarskrá að kenna máttu gjarnan benda mér á hvaða grein stjórnarskrárinnar það er, sem olli. Að ana út í setningu nýrrar stjórnarskrár á þessum grundvelli er hégómi, því miður.
Sjálfur er ég ekki Sjálfstæðismaður og hef aldrei kosið flokkinn. Með framferði sínu síðustu daga hefur hann aukið líkur þess til muna að nú verði svo í fyrsta skiptið. Þ.a.l. flokkar þú mig líklega sem "heiladautt kvikindi" er það ekki?
Mig grunar að væru málin, sem nú eru í gangi, með öfugum formerkjum, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að koma í gegn frumvarpinu en aðrir berðust gegn því, að þá mætti greina annan tón hjá þér. Þess vegna ert þú ómálefnalegur, a.m.k. í þessu tilfelli og kannski bara að eðlisfari.
Hver er það, þegar upp er staðið, sem er heiladauður?
gott Steindór, mjög gott.
ReplyDeleteþetta er málefnalegt og síður en svo heiladautt
og því miður gerir maðurinn sér meira ógagn en gagn með einræðistöktum og stórum orðum.
Svona menn ávinna sér ekki virðingu lesenda heldur þvert á móti styrkja fólk í þeirri skoðun að viðkomandi sé þröngsýnn og jafnvel, í versta falli, heiladauður
Að treysta sér ekki til að láta skilaboð frá fólki standa bendir til þess að þú hafir ekki mikið bein í nefinu eða bolmagn til að rökstyðja mál þitt og henti betur að "óheepilegar" skoðanir og illa hrekjanlegur rökstuðningur á móti séu einfaldlega fjarlægðir...
ég vil meina að þetta sé, 1-0 fyrir þér!