Wednesday, April 15, 2009

Gerði sig að fífli

Árni Pétur Guðjónsson, leikari, gerði sig að fífli í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (15. apríl), þar sem hann var m.a. að ræða um ,,hústökufólkið" svokallaða. Þeir sem vilja heyra fíflgjörning Árna geta gert það á þessari slóð: http://dagskra.ruv.is/ras2/4441094/2009/04/15/ - og hlustað frá 33:30.

Að mestu fífli gerði hann sig þegar hann beindi þeim tilmælum til fólks að fara í húsið og tala við þessa krakka - en það þýddi hins vegar ekkert fyrir fullorðið fólk að segja þeim að þetta væri ekkert nýtt, hipparnir í gamla daga hefðu líka gert svona lagað. Svo segir Árni Pétur orðrétt: ,,þú veist, það á bara að skjóta fólk sem segir svoleiðis - það er alveg satt!". Þetta má heyra frá tíma 36:40 og áfram. Þarna hefur Árni Pétur annaðhvort gleymt því í smástund að hann var gestur í útvarpsþætti og eyru stórs hluta þjóðarinnar heyrðu til hans, eða þá að hann er bara ekki betur gefinn en þetta.

En þetta er ekki eina tilvikið í þessu viðtali þar sem Árni gerði sig að fífli. Honum er mikið í mun víðs vegar í viðtalinu að koma að þeirri skoðun sinni að eignarréttur sé nú bara eitthvað kjaftæði, sem hafi ekki gefið okkur neitt. Þegar honum er bent á að það þyrfti nú að hafa samráð við eiganda hússins bregst hann við með orðunum: ,,Samráð við eiganda, samráð við eiganda, þú veist þessi eignarréttur - ég æli bara á þetta. Það er alveg satt! Hvað er þessi eignarréttur, hvað hefur hann gefið okkur þessi eignarréttur?" (37:45 o.áfr.). Þarna lýsir Árni yfir yfirþyrmandi vanþekkingu og gerir sér sennilega ekki ljósan nokkurn skapaðan hlut um þýðingu, inntak eða mikilvægi eignarréttar.

Þessi maður er fenginn í Ríkisútvarpið vikulega til að fara yfir fréttir líðandi stundar. Hann mætti þá sennilega kalla álitsgjafa, en slíkir hafa sprottið upp sem aldrei fyrr á undanförnum mánuðum. Sem skattgreiðandi mótmæli ég veru þessa vanhæfa manns í Ríkisútvarpinu.

-----
Ein lítil braghenda um Michael Jackson að lokum:

Michael Jackson má sinn fífil muna fegri.
Hann var miklu myndarlegri
meðan hann var ennþá negri.

No comments:

Post a Comment

Athugasemdir