Tuesday, March 17, 2009

Til eru hús -

Til eru hús, sem hlutu þennan dóm:
að hafna á köldu landi og standa tóm.
Eins eru menn sem munu fá að þjást,
því máttarstólpinn - vinnan þeirra - brást.
Og valdhafar, sem vitið hafa misst,
og verðtryggð lán, sem enginn getur fryst.
Og hlutabréf, sem ekkert fyrir fæst -
og framavon, sem aldrei getur ræst.

Til eru lönd, sem liggja í heimsins flór,
og lítil þjóð, sem aldrei verður stór.

6 comments:

  1. Anonymous17.3.09

    Glæsilegt! Þú ert svo magnað skáld ;)

    ReplyDelete
  2. Anonymous18.3.09

    Glæsilegt!! Ég sá þetta á ljod.is og fannst það frábært, skemmtileg tilvísun í til eru fræ :)

    Annars eigum við það sameiginlegt að við erum báðir frá Eskifirði, þó ég hafi bara búið þar fyrstu 2 árin, mamma er þaðan og þar á ég fullt af ættingjum. Annars er ég líka með ljóð á ljod.is, getur tékkað á því ef þú vilt, leitaðu að lubba klettaskáld, þá finnurðu mig :)

    Bestu kveðjur.

    ReplyDelete
  3. Sæll Björgvin og kærar þakkir.

    Ég hef lesið ljóð eftir þig, bæði á vef og bók. Gaman af sameiginlegum tengslum okkar við Eskifjörð - skv. Íslendingabók.is eigum við sameiginlegan langa-langa-langa-langafa, Jón Þorgrímsson, fæddan 1812. Sá var einmitt vinnumaður á Eskifirði. Hitt er mér hulin ráðgáta, hvernig þú áttaðir þig á mínum tengslum við fjörðinn.

    ReplyDelete
  4. Anonymous22.3.09

    Í þessu ljóði þokkalegu þér frá, Steindi
    snilld ég mjögsvo mikla greindi.

    Flott hjá þér Stubbur

    ReplyDelete
  5. Nohh, kærar þakkir fyrir þessa fallegu afhendingu.

    Afhendingu gerir Gretzky - góður drengur
    ævinlega - eins og gengur.

    ReplyDelete
  6. Sá þetta á ljod.is og vildi lýsa yfir hrifningu minni. Hrein snilld.

    kv. Pála D.

    ReplyDelete

Athugasemdir