Sunday, March 08, 2009

Jórunni í 2. sæti

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, frænka mín með meiru, sækist eftir 2. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi í prófkjörinu næstu helgi.

Inn á Alþingi finnst mér Jórunn eiga gott erindi. Krafan um endurnýjun mannskapar á Alþingi er hávær og ekki að ástæðulausu. Er enda fullt af nýjum andlitum í framboði og ekki laust við að maður óttist það að Alþingishúsið fyllist af nýgræðingum, sem ekki kunna til verks á sviði stjórnmála og munu reika um húsið í reiðu- og eirðarleysi, grunlausir um hvað til bragðs skuli taka.

Jórunn hefur, að mínu mati, akkúrat hæfilega reynslu af stjórnmálum. Næga reynslu til að vita um hvað málin snúast og til að kunna til verks á þessu sviði, án þess þó að hinn ferski eldmóður og kraftur sé farinn að þverra. Þaðan af síður verður henni kennt um hvernig fyrir Íslandi er komið. Stefnumál Jórunnar má kynna sér á jorunn.is.

Ég hvet alla flokksbundna Sjálfstæðismenn í Reykjavík til að setja tölustafinn 2 framan við nafn Jórunnar í prófkjörinu næstu helgi, 13.-14. mars.

1 comment:

  1. Anonymous9.3.09

    Já Jórunn myndi sæma sér vel inn á þingi og láta gott af sér leiða :)

    ReplyDelete

Athugasemdir