Wednesday, May 20, 2009

Úr hörðustu átt

Forsíða DV.is þessa stundina (21. maí kl. 02.30) finnst mér með eindæmum skemmtileg. Á áberandi stað er grein, sem segir frá málfræðiambögu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, sem sagði fjórum sinnum ,,hvers á þjóðin skilið?" í sinni fyrstu ræðu á Alþingi. DV segir síðar í greininni:
Í fyrstu mátti ætla að um meinlegt mismæli hefði verið að ræða, en því var ekki að heilsa. Sigmundur Ernir ítrekaði amböguna um hvers þjóðin ætti skilið og þegar upp var staðið hafði hann spurt fjórum sinnum með sama orðalagi.
Í sjálfu sér sé ég ekkert athugavert við að DV.is bendi á þetta. Það væri enda varla í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að vinstra megin við þessa grein er risastór fyrirsögn, sem segir: ,,Jackson frestar fjórum tónleikum". Á sama hátt og við tölum um fernar buxur (en ekki fjórar) tölum við um ferna tónleika, en ekki fjóra. E.t.v. hefði mátt ætla að þarna væri um meinlega misritun að ræða hjá DV.is, en því er ekki að skipta, enda ítrekar höfundur amböguna í greininni sjálfri.

Meðfylgjandi er mynd af forsíðu DV.is.

11 comments:

  1. Anonymous21.5.09

    Góð ábending en pínleg fyrir DV. Ég tek upp þó upp hanskann fyrir þá, því þeir eru að reyna greyin. Það er sama hvaðan gott kemjur ekki satt? Jens.

    ReplyDelete
  2. Anonymous21.5.09

    kemjur, svipað og jarp :)

    ReplyDelete
  3. Anonymous22.5.09

    Það eru bara aukvisar að vinna hjá DV!

    ReplyDelete
  4. Anonymous22.5.09

    Vá hvað þetta er ógeðslega óáhugavert.

    ReplyDelete
  5. Anonymous22.5.09

    Þó það séu "aukvisar" að starfa hjá DV (hvort sem það er blaðið eða netútgáfan) þá eiga fjölmiðlar auðvitað að fara með vandað mál, enda er málfræðin hjá íslenskum krökkum einfaldlega komin til fjandans, og hvað er það versta? Það bera allir lesblindu fyrir sig, og finnst það bara hið besta mál.

    ReplyDelete
  6. Anonymous22.5.09

    Er ekki hægt að segja fjórar buxur?

    ReplyDelete
  7. bubbi23.5.09

    Fernir tónleikar, fernar buxur.

    ReplyDelete
  8. Anonymous25.5.09

    nei þú getur ekki sagt fjórar buxur. er enginn sem prófarkales þetta? ég sé svo oft stafsetninga- og málfarsvillur í blöðum og finnst það frekar leiðinlegt.

    ReplyDelete
  9. Anonymous26.5.09

    vá haha þið þurfið virklega að finna eitthvað að gera í frítíma ykkar

    ReplyDelete
  10. Anonymous27.5.09

    þetter þvílíkt bull
    og fjórir tónleikar er bara fallegri íslenska
    en fernir.. hvaða fernur er verið að tala um?

    ReplyDelete

Athugasemdir