Tuesday, February 03, 2009

Obama og Jóbama

Nýr leiðtogi Íslendinga í kreppubaráttunni er Jóhanna Sigurðardóttir, eins og varla hefur farið fram hjá neinum. Fyrir skemmstu eignuðust Bandaríkjamenn einnig nýjan leiðtoga - Obama - sem ku ekki heldur hafa farið fram hjá neinum. Sumir hafa í ljósi þessara aðstæðna gripið þann brandara á lofti að líkja þeim tveimur saman og kalla þau Obama og Jóbama - komin til bjargar Bandaríkjunum og Íslandi. Kannski á þessi samlíking alveg rétt á sér, enda þarf ekkert að vera að þau séu svo ólík, svona fyrir utan litarhaft (O svartur - J hvít), kyn (O karl, J kona) og menntun (O með ágætiseinkunn í lögum frá Harvard, J verslunarpróf frá VÍ og flugfreyjunámskeið).


Hér er annar brandari, töluvert fyndnari og eldri (úr Nýjum kvöldvökum 1935):

- Þakka þér fyrir afmælisgjöfina, frændi.
- Ekkert að þakka, það var svo lítið.
- Það fannst mér líka, en mamma sagði að ég skyldi samt þakka þér fyrir.

1 comment:

  1. Anonymous6.2.09

    hehe þú ert svo mikill brandarakall .. sá eini sem ég þekkki sem nýtir lærdómsfríin sín á bókasafni að skrifa niður eldgamla brandara! :D Eins og ég og fleiri segja: snillingur!

    ReplyDelete

Athugasemdir