Einn '35-brandari að lokum í tilefni dagsins:
S j ó m a n n a s a g a:
Gamli skipstjórinn var allra mesti harðstjóri og drabbari og því illa liðinn af öllum skipverjum. Eitt sinn er skip hans lá í höfn í hitabeltinu, kom hann fullur um borð eitt kvöldið og datt í sjóinn. Þar var krökkt af hákörlum. Jens háseti sá ófarir skipstjórans af tilviljun og gat loksins draslað honum heilum á hófi um borð.
„Hvernig á ég nú að þakka þér þetta, Jens minn góður“, mælti skipstjóri hrærður og leit skelkaður ofan í kolsvartan sjóinn.
„Blessaður, þú mátt bara ekki segja eitt orð um þetta við hina piltana, því að þá berja þeir mig til óbóta“, svaraði Jens dauðhræddur.
híhíhíh sjómannasagan er frábær, nýja útlitið er frábært og þú ert algjörlega frábær! :)
ReplyDeleteHilsen frá Söndru, Fúsa, Herkúlesi, Snata og Steindóri
Kærar þakkir Sandra mín, þú ert líka frábær, rétt eins og herrarnir þínir fjórir! Bið að heilsa þeim öllum.
ReplyDelete