Davíð: Það er sagt að Seðlabankinn sé rúinn trausti. Það er óskaplega auðvelt að segja þetta, ég gæti sagt að þú værir rúinn trausti og þyrfti ekkert að segja meira um það. Þú mundir örugglega segja af þér og hlaupa út er það ekki? Mundirðu gera það?
Sigmar: Ég get vísað í dáldið hatramma umræðu gagnvart Seðlabankanum og traustinu gagnvart honum, þú gætir kannski ekki gert það að sama skapi gagnvart mér.
Davíð: Jújú, þú hefur oft verið gagnrýndur mjög, hvernig þú hefur komið fram hér í þáttum.
Og þessi, eftir að Davíð hafði þulið hversu ítrekað Seðlabankinn varaði við því sem var í uppsiglingu:
Sigmar: En má ekki líka alveg stilla þessu þannig upp að sú staða sem upp var komin var vegna þess að þið brugðust í aðdragandanum?---
Davíð: Hvenær?
Sigmar: Þið afnemið t.d. bindiskylduna eða minnkið hana stórlega, Seðlabankinn. Það gerði bönkunum kleift að vaxa á meiri hraða.
Davíð: Hvenær? Um hvaða bindiskyldulækkun ertu að tala?
Sigmar: Ég er að tala um þá bindiskyldulækkun sem var hérna fyrir nokkrum árum.
Davíð: 2003 ?
Sigmar: Já.
Davíð: 2003 ?
Sigmar: Já.
Davíð: Ég kom í bankann 2005.
Seðlabankinn rúinn trausti?
Í viðtalinu ræddu þeir félagar nokkuð um traust og þá aðallega rúið traust Seðlabankans. Þetta meinta rúna traust er jú aðalástæða þess að dýrlingurinn Jóhanna Sigurðardóttir vill losna við Davíð (með örþrifaráðinu lögum). En er Seðlabankinn rúinn trausti? Davíð benti í viðtalinu á þrennt:
1) Kreditkort Íslendinga, hvar sem þeir voru í heiminum, héldu áfram að verka þrátt fyrir að bankarnir hryndu. Það var vegna þess að Seðlabankinn ábyrgðist allar greiðslur allra Íslendinga og því var treyst.
2) Þegar átti að koma greiðslum til landsins eftir hrun þorði enginn að gera það í gegnum neitt bankakerfið, en allir treystu Seðlabankanum. Seðlabankinn hélt greiðslukerfinu við útlönd opnu.
3) Þegar greiðslur stöðvuðust til nýju bankanna höfðu seðlabankastjórarnir íslensku (Davíð, Ingimundur og Eiríkur) samband við erlenda seðlabanka og fengu þá til að þrýsta á aðra erlenda banka að skila greiðslum til Íslendinga. Þetta var gert - ergo: Seðlabanki Íslands naut trausts.
Við þetta má bæta því sem kom fram í fréttum í gær um Ingimund Friðriksson. Hann sagði á dögunum af sér embætti bankastjóra við Seðlabanka Íslands, enda ofbuðu honum þær aðfarir sem Jóhanna Sigurðardóttir gerði að honum og hans starfsheiðri í frægu bréfi þar sem hún fór fram á að seðlabankastjórar segðu af sér vegna þess gífurlega vantrausts sem í þeirra garð ríkti. (Jóhanna þakkaði honum í kjölfarið opinberlega samstarfsfýsi og skilningsríki, þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá honum þar sem raunverulegar ástæður uppsagnar komu fram.) Nú, þegar Ingimundur er á lausu, hefur norski seðlabankinn samband við hann og býður honum stöðu við bankann vegna sérfræðiþekkingar hans á rekstri seðlabanka. Svo mikið var þá vantraustið. Ingimundur starfaði við Seðlabanka Íslands í 34 ár.
No comments:
Post a Comment
Athugasemdir