Tuesday, January 03, 2006

Viðsnúningur sólarhringsins

Á morgun hættir lúxusinn og venjulegheitin byrja aftur. Vakna klukkan átta ei emm og skólast til þrjú pí emm. Síðustu tvær vikurnar eða svo hefur allt annað verið uppi á teningnum eins og skólafólk þekkir.

Alveg síðan ég man eftir mér hefur skólinn byrjað aftur eftir jólafrí þann 4. janúar svo fremi það hefur verið virkur dagur. Þetta árið er 4. janúar rosalega virkur dagur - miðvikudagur! Þeir gerast vart virkari. Biggi frændi á afmæli 4. janúar. Greyið.

Þetta jólafrí var í heildina bara ágætt held ég. Það einkenndist af leti. Ég las þó heila bók í jólafríinu, það hefur ekki gerst lengi. Okkur var skipað að lesa bók fyrir íslenskuritgerð í jólafríinu og ég las Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason, sem Danni frændi (ath. rauðhærður) lánaði mér. Hún sökkaði. Ester var að lesa Harry Potter og skemmta sér konunglega á meðan ég staulaðist í gegnum óspennandi og leiðinlega Vetrarborg Arnaldar sjáandi eftir því að hafa ekki heldur valið Harry.
Annað sem við gerðum í jólafríinu var að horfa á Friends. Ég er óðum að koma mér inn í Friendsmenninguna, en nú er ég búinn að sjá þrjár fyrstu seríurnar þátt fyrir þátt auk fimm sjöttuhlutum af fjórðu seríu, hvorki meira né minna.

Gaman gaman, gott í bili.

1 comment:

  1. Anonymous4.1.06

    aumingja Biggi frændi=I ég hef akkúrrat heyrt að Vetrarborgin sé ömurleg þannig ég sparaði mér bara fé og tíma og ákvaðað hvorki kaupa hana né lesa hana=Þ ekki sniðug?=)

    ReplyDelete

Athugasemdir