Jæja, komiði sæl og velkomin í aðra bloggfærslu nýja bloggsins míns.
Þá er prófaþunglyndið afstaðið og við tekur jólagleðin! Öllu skemmtilegri tími að mínu mati, því jólafríið elska ég jafnmikið og ég hata jólaprófin.
Prófin gengu í heildina heldur illa. Ég fékk tvær góðar einkunnir, í leikfimi og þýsku, en restin var frekar slöpp. Meðalið endaði í 6,7 ... afskaplega ómerkileg meðaleinkunn. Ég vil skjóta inn þökkum til hans Begga, sem kenndi okkur stærðfræði í þriðja bekk, en hann kíkti með mér yfir þetta daginn fyrir prófið og bætti þar með nokkrum heilum við einkunnina mína.
En nú er sum sé jólastússið byrjað og við Þórir og Hilmar kíktum í dag niður í bæ og framkvæmdum jólagjafainnkaup. Fuku þar nokkrir þúsundkallar út í veður og vind, en þeim er svo sem ágætlega varið (vona ég). Ég er búinn að redda jólagjöfun handa Esterinni minni og litlu bræðrum mínum, en vantar enn pakka handa mömmu og pabba. Fixum það á morgun.
Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé einkar ómerkileg og leiðinleg bloggfærsla. Henni er hér með lokið. Biðst afsökunar.
Takk fyrir mig.
Wednesday, December 21, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
ÞETTA var besta blogg sem að ég hef á ævi minni lesið og það verður seint toppað...ég er búinn að hafa samband við vöku-helgafell og þau ætla að gefa út bók með bloggunum þínum...BESTA blogg í heimi segi ég aftur
ReplyDeleteEn hvað þetta var skemmtileg færsla. Meira svona takk.
ReplyDeleteSmá útskýring á efsta kommentinu hérna: Danni frændi er 15 ára.
ReplyDelete..og rauðhærður.