Friday, January 13, 2006

Föstudagurinn þrettándi

Í dag er föstudagurinn þrettándi janúar, sem þýðir að í dag er enginn heppinn. Nema Þórir af því hann á afmæli. Til hamingju, kallinn minn.

Ég hef ekki lent í neinum hremmingum það sem af er dagsins, heldur hefur hann þvert á móti verið hin ágætasta skemmtun. Ég fékk til dæmis að horfa á Darra Kristmunds hlaupa tvo hringi í kringum Reykjavíkurtjörn á karlmannsþveng (eða G-streng) einum fata. Fyrir það greiddi ég 510 af þeim rúmu tuttuguþúsund krónum sem Darri safnaði með þessu uppátæki sínu til styrktar fórnarlömbum Pakistanjarðskjálftans í fyrra.

Annað frábærlega skemmtanamikið atvik varð þegar ég bætti hið óbætanlega met mitt í Snake í símanum mínum í dag. Gamla metið var 4956 stig, en hið nýja er hvorki meira né minna en 5461 stig. Geri aðrir betur. Fyrir snake-áhugamenn má geta þess að mér tókst að klára fyrsta heiminn í Snake-campaign auk þess að ná þrettán eplum í síðasta borðinu í öðrum heimi. Hefði ég semsagt náð sjö eplum í viðbót hefði ég líklega komist í þriðja heim, en svo langt hefur engum tekist að fleyta orminum.

Jæja, gott í bili.

Og hei, ég á afmæli á mánudaginn. Allir að muna að knúsa mig og helst gefa mér pakka.

6 comments:

  1. Anonymous13.1.06

    Það eru ekki margir sem átta sig á því hve mikil vinna liggur á bak við þetta Snake-met. Innilega til hamingju. Einhvern daginn muntu komast í þriðja heim!

    ReplyDelete
  2. Anonymous19.1.06

    Steindór minn hefurru ekkert annað að gera en að fara í snake?:D haha en já..Til hamingju með ammilið þitt á mánudaginn:) ég átti/á ekki inneign þanni ég gat ekki sent þér sms:/

    ReplyDelete
  3. Ég mun adrei fyrirgefa þér, Rebekka.






    djók.

    ReplyDelete
  4. Anonymous23.1.06

    Já Til hamingju með þetta snake met. Ég veit ekki um neinn sem hefur náð lengra í þessari íþrótt. Fólk sem gerir lítið úr þessu afreki er bara öfundsjúkt yfir því að vera ekki afreksmenn sjálfir/ar.

    ReplyDelete
  5. Anonymous2.2.06

    :O....:(

    ReplyDelete
  6. Anonymous15.10.07

    Þess má geta að nokkrum mánuðum eftir þessa bloggfærslu tókst mér að koma orminum í þriðja heim Snake-campaign-leiksins í gamla símanum mínum. Fór þá metið mitt yfir sjö þúsund stig, sem ég álykta að sé heimsmet. Þessi atburður átti sér stað í efnafræðitíma hjá Má Björgvinssyni (ég biðst afsökunar ef föðurnafnið er rangt).

    Snake-metið verður ekki bætt oftar, enda er gamli síminn minn ónýtur og sá nýi býður ekki upp á sama leik, frekar en nokkur annar nýr sími.

    Lifið heil,
    Steindór Dan.

    ReplyDelete

Athugasemdir