Friday, June 05, 2009

Steindor.is

Hingað til hefur verið algengt það vandamál, að fólk kæmist ekki inn á síðuna mína, því það gat ekki munað slóðina. Þetta átti meðal annars við um mömmu. Á þessu hefur nú verið ráðin bót, því nú má sækja þessa síðu með því að stimla einfaldlega: www.steindor.is í vafragluggann.



www.steindor.is



Internet á Íslandi (ISnic) býður nú upp á þá frábæru þjónustu að áframsenda fyrir mann ákveðið lén yfir á aðra síðu. Núna geta bloggarar sem sagt farið á www.isnic.is og stofnað sitt eigið .is-lén (t.d. steindor.is) og látið þá, sem það lén stimpla í vafrann sinn, lenda á blogsíðunni sinni.

4 comments:

  1. Anonymous5.6.09

    Frábært, til hamingju með lénið STEINDOR.IS! Mál til komið að þvílíkur hlunkur í bloggheimum og annar eins hagyrðingur fyndist undir sínu prívat og persónulega léni.

    Aðdáandi númer þrjú.

    ReplyDelete
  2. Nú er ég forvitinn ... ekki bara um það, hver þessi dularfulli ,,aðdáandi númer þrjú" sé, heldur ekki síður um það, hverjir aðdáendur númer eitt og tvö eru!

    ReplyDelete
  3. Sandra Karen9.6.09

    Pant vera númer eitt!

    ReplyDelete
  4. Ú je, nú á ég aðdáendur nr. 1 og nr. 3, þá er bara að finna aðdáanda nr. 2 og við erum að dansa.

    ReplyDelete

Athugasemdir