Sunday, December 11, 2005

Prófaþunglyndi

Velkomin í fyrstu bloggfærslu nýja bloggsins míns.

Þessi bloggfærsla verður ekki löng þar sem ég er í prófum. Mér hefur ekki gengið vel til þessa frekar en fyrri daginn og því hef ég sokkið sjálfum mér í þunglyndi sem ég kýs að kalla prófaþunglyndi. Fimmtudaginn 15. desember næstkomandi lýkur þessum leiðindum og mun ég þá hefja þetta nýja blogg með formlegum hætti.

Hlakkið til


Þetta er það sem ég hef verið að gera við tímann sem ég hefði betur nýtt til próflesturs hingað til:

Neminn skelfur, nálgast próf.
Nú er vandi á höndum
Sjúkur hiti, svitakóf.
Senn fer allt úr böndum.

Valda próf og vanlíðan,
verst eru íslensk fræði.
Lítið er ei lagt á mann,
logandi brjálæði.

Bækur sem mér býður við
berst ég við að skilja.
Kemst ég hvorki á flug né skrið.
Kappann skortir vilja.

Sársauka í brjósti ber,
berst ég fyrir næði.
Langtum meir þó leiðist mér
Lífræn efnafræði.

8 comments:

  1. Anonymous11.12.05

    Ég var búinn í prófum 2. des... aldrei að stressa sig fyrir próf... ég læra aldrei en næ alltaf

    ReplyDelete
  2. Anonymous12.12.05

    hehe:D nauh bara Steindór komin með síðu:D;)

    ReplyDelete
  3. Anonymous12.12.05

    Ég hlakka. Hlakka alveg til.

    ReplyDelete
  4. Anonymous15.12.05

    Hæfileikar þínir hafa engin takmörk, Steindór!

    ReplyDelete
  5. Anonymous15.12.05

    Þú verður að hættað fara lifta alltaf og halda árfram að LÆRA LÆRA LÆRA!!!!!!!

    ReplyDelete
  6. Meistari, þú átt alveg möguleika að komast í the Hall of fame bragfræðimeistara 5-R með þessum ljóðum ,sei sei já.

    ReplyDelete
  7. Anonymous16.12.05

    glæsilegt blogg hjá þér Steindór ;) og massíft ljóð!

    ReplyDelete
  8. Anonymous18.12.05

    hehe...steindór minn þú ert alleg næsti Jónas Hallgrímsson;);) hehe:P en jámm ég er sammála vini þínum..farðu að LÆRA!!...ekki lyfta...það er munur það á milli;);P

    ReplyDelete

Athugasemdir