Thursday, February 04, 2010

Snorri og sandurinn

Afi Árnason er duglegur að benda mér á yrkisefni. Nýjasta dæmið er af Snorra nokkrum, ágætum vini afa míns og bónda á Sogni í Kjós, skammt frá sumarbústað ömmu og afa - Vinaminni. Nú bar svo við að afa vantaði sand, skít og/eða mold til að næra kartöflubeðið. Í september sagðist Snorri mundu redda þessu eins og skot, en enn bíður afi og þykist vita að biðin muni teygja sig fram á vor. Hann langaði til að senda Snorra ábendingu um þetta, í bundnu máli, og svo hljóðar hún:

Mig vantaði sand og ég sagði við marga
að sandinn ég þyrfti, mitt beð til að prýða.
Og snöggvast því ætlaði Snorri að bjarga
og snemma í september fór ég að bíða.

En biðin, hún teygði sig brátt yfir jólin
og bíða mun vafalaust fram yfir þorra,
en þá kemur vorið og þá kemur sólin
og þá kemur vonandi kerran hans Snorra.

No comments:

Post a Comment

Athugasemdir