Thursday, July 16, 2009

Sorgardagur

Í dag er sorglegur dagur.

Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnar um að Ísland sæki um aðild að ESB. Í þessari tilvonandi umsókn mun felast viljayfirlýsing - yfirlýsing um að Ísland vilji ganga í ESB. Þessi yfirlýsing er ekki gefin út í nafni þjóðarinnar heldur í nafni Jóhönnu Sigurðardóttur og restinni af Alþingishyskinu. Nú sit ég og hlusta á Jóhönnu Sig. lýsa því yfir að þessi kosning hafi verið sú ,,gleðilegasta" sem hún hafi tekið þátt í, þ.e. sú gleðilegasta síðustu u.þ.b. 100 árin. Henni finnst gleðilegt að Ísland hafi í dag stigið stórt skref í átt til þess aumingjaskaps að láta tímabundna efnahagserfiðleika einnar kynslóðar hlekkja þá sem erfa munu landið um aldur og eilífð þungum hlekkjum ESB.

Skárra mér þætti að skrimta í íslenskum tötrum
en skjögra um eilífð í evrópskum bandalagsfjötrum.

No comments:

Post a Comment

Athugasemdir