Ég sit inni í herbergi og hlusta á Bubba. Voljúmið á dönsku græjunum sem ég keypti mér fyrir hálfu öðru ári er í 20 af 32 mögulegum. Hann syngur um að gott sé "að elska konu eins og þig" og segir að ef til sé líf eftir þetta líf muni hann elska þessa konu líka þar. Ég vona hans vegna að þetta líf sé hans síðasta.
Í gærkvöldi tapaði ég fyrir Ester í billiard. Og það ekki í fyrsta skipti! Við skelltum okkur fjögur á billiardbarinn Faxafeni í gær; Ég, Ester, Hilmar og Jón Reynir og Ester vann okkur alla!
Unbelievable? Bílív it!
Þetta verður ekki mikið lengra, þarf að lesa meiri stærðfræði. Ætla þó að lofa þér, Rebekka, að biðin í næstu færslu verður ekki jafnlöng.
Að lokum vil ég segja ykkur frá því að það er komið gat á rassinn á nýju jakkafatabuxunum mínum.
Sunday, February 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
HAHAHA!!!! þúrt með gat á rassinum!:D neij djók:D:P
ReplyDeleteÉG ER ENNÞÁ AÐ BÍÐA EFTIR LJÓÐINU!!!!!!! takk bæ
ReplyDeletealltaf gaman að vita þegar einhver er með gat á rassinum :)
ReplyDeleteÞú færð þau bráðum Harpa mín ... vertu nú þolinmóð.
ReplyDeleteJeijj.. ég er sko best í billjard!!! Þú ert bara alltaf að fá gat á rassinn Steindór minn :P
ReplyDeleteSorry að ég kommentaði ekki fyrr!
Ég sá bubba í kringlunni. Heppin? Svo vil ég fá ljóð eins og harpa.
ReplyDeleteAf hverju fréttir mamma þín fyrst af þessari saumsprettu mörgum mánuðum seinna á bloggsíðu sem hún vissi ekki að væri til? Kveðja mamma. Ps. kíktu á jensen.blog.is
ReplyDeleteGlæsileg síða hjá þér Steindór minn! Þú ert penni mikill, annað verður ekki sagt!
ReplyDeleteSjáumst svo bara á Esso bráðum ;)