Saturday, June 03, 2006

Á Skagaströnd er gott að djamma og djúsa...

Skagaströnd, laugardaginn 3. júní 2006 kl. 18:56

Í dag, klukkan hálftvö, kom sumarið. Veður skipuðust skjótt í lofti og sólin reif skýin utan af sér með tilþrifum. Svo kom Guð og tók fyrstu skóflustunguna að sumrinu 2006. Núna sit ég uppi í rúmi á hótelherberginu mínu hér á Skagaströnd og sólin skín glatt inn um gluggann og brennir á mér hálsinn.

Ástæða Skagastrandardvalar minnar er hvorki einstök ævintýraþrá mín né almennur áhugi á lífi og menningu Skagstrendinga, heldur vinnan. Vitar landsins þarfnast viðhalds nú sem áður og því erum við í vitaflokknum farnir á stjá. Vitinn sem við erum að vinna í þessa stundina heitir Kálfshamarsvíkurviti og er í Kálfshamarsvík, sem er að finna þrjátíu kílómetra norður af Skagaströnd. Brjálað fjör. Næst er förinni heitið til Raufarhafnar, Þórshafnar og Kópaskers. Ztuðið hefur engin takmörk.

nú er verið að kalla á mig að spila kana, en ég bæti við þessa færslu í kvöld (ef ég nenni)

3 comments:

  1. Anonymous3.6.06

    Skemmtileg færsla :)
    Já loksins er sumarið komið! Skellti mér einmitt í sund í dag og fekk bara nettan lit!
    Gangi þér vel vitamaður ;)

    ReplyDelete
  2. Viti menn, hálfvitinn bloggaði! Sorrí, ég bara gat ekki stillt mig...

    Munum við, þínir dyggu lesendur, svo eiga von á reglulegum vitafærslum í allt sumar?

    ReplyDelete
  3. Anonymous27.6.06

    haha! nei sko, og ég sem að hélt að þú værir bara fluttur til Nýja Sjálands:D;) þú bloggaðir Gimpið þitt:D:P láttu heyra í þér Vitakauði! sjááuust!;D

    ReplyDelete

Athugasemdir